Lappað upp á Kristján níunda

Gert við styttur í miðborg Reykjavíkur.
Gert við styttur í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lappað var upp á andlit styttunnar af Kristjáni níunda Danakonungi, sem stendur við Stjórnarráðið, í gær.

Viðgerðir standa nú yfir á þeirri styttu sem og styttunni af Hannesi Hafstein, ráðherra og skáldi, sem einnig stendur við Stjórnarráðið.

Þá eru viðgerðir á styttu af Jóni Sigurðssyni, helsta leiðtoga Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld, einnig á áætlun en sú stytta stendur á Austurvelli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert