Lilja Dögg í veikindaleyfi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun að læknisráði fara í tímabundið veikindaleyfi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, mun gegna störfum mennta- og menningarmálaráðherra til og með 28. júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Uppfært kl. 11.44:

Aðstoðarmaður Lilju Daggar vildi ekkert tjá sig um ástæðu veikindaleyfisins þegar eftir því var leitað. Lilja Dögg gefur heldur ekki kost á viðtali vegna málsins. 

mbl.is