Útflutningur hefjist fyrir 2030

Ljósafossvirkjun gæti orðið miðstöð fyrstu vetnisframleiðslu hér á landi.
Ljósafossvirkjun gæti orðið miðstöð fyrstu vetnisframleiðslu hér á landi.

„Við erum staðráðin í að vísa áfram leiðina á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Það er leiðin til betri framtíðar fyrir okkur öll. Við hlökkum til að finna bestu leiðina til þess að koma okkar hreinu orku á erlenda markaði,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam hafa lokið við forskoðun varðandi möguleika á að flytja grænt vetni frá Íslandi til Rotterdam. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun sýna niðurstöðurnar að tæknin er fyrir hendi auk þess að verkefnið er talið fjárhagslega ábatasamt.

Eins telur Landsvirkjum að verkefnið yrði mikilvægt framlag í baráttunni gegn loftslagshlýnun, þegar hagkerfi heimsins skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orku á komandi áratugum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir að stefnt sé að því að á seinni hluta næsta árs liggi fyrir útlistun á ætlunum Landsvirkjunar og hafnaryfirvalda í Rotterdam en þau telja raunhæft að grænt vetni verði sent héðan til Rotterdam fyrir 2030.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert