Eldur barst í klæðningu blokkar

Slökkvlið höfuðborgarsvæðisins á vettvangi nú í kvöld.
Slökkvlið höfuðborgarsvæðisins á vettvangi nú í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Eldur barst úr mótorhjóli í klæðningu á blokk í Jórufelli nú í kvöld. Engin slys urðu á fólki en töluverður reykur barst í íbúðir og stigagang blokkarinnar. 

Varðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir engin slys hafa orðið á fólki en bruninn hafi valdið töluverðu tjóni. Hann telur líklegast að um íkveikju hafi verið að ræða en segir slökkvistarf hafa gengið vel.

Áætlað er að starfsmenn slökkviliðsins muni klára að reykræsta íbúðirnar þrjár núna í kvöld.

mbl.is