Franskt fley fyrst í Fjörðinn

Farþegarskipið Le Dumont-d´Urville í Hafnarfirði.
Farþegarskipið Le Dumont-d´Urville í Hafnarfirði. Ljósmynd/Guðmundur Fylkisson

Farþegaskipið Le Dumont-d'urville, sem nú liggur við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn, er það fyrsta sem kemur til landsins á þessu sumri. Hið franska fley, sem tekur allt að 184 farþega, kom í fyradag og fer í kvöld í siglingu umhverfis Ísland.

Farþegarnir koma að utan með flugi, stíga um borð í skipið í Hafnarfirði og í Íslandssiglinguna, sem tekur á sjötta sólarhring.

Þessar ferðir verða í allt sumar og hefur Le Dumont-d'urville viðkomu í Grundarfirði, á Ísafirði, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Að sögn Lúðvíks Geirssonar hafnarstjóra er von á alls sautján skemmtiferðaskipum í Hafnarfjörð og eru þau öll lítil eða meðalstór, gjarnan kölluð leiðangursskip. Stærstu gerðir farþegaskipa koma ekki til Íslands í sumar, enda margt enn óljóst viðvíkjandi útgerð þeirra með tilliti til sóttvarna og slíks. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert