Jökultotan heiti Dyrhamarsjökull

Svínafellsjökull. Landslagið breytist við stöðugt hop jökla landsins.
Svínafellsjökull. Landslagið breytist við stöðugt hop jökla landsins. mbl.is/Frikki

Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt að jökultunga eða tota sem myndast hefur út frá Svínafellsjökli í Öræfum fái örnefnið Dyrhamarsjökull og vísað því til staðfestingar mennta- og menningarmálaráðherra.

Jökultungan er á hrygg á milli Svínafellsjökuls og Virkisjökuls og hefur verið hluti af Svínafellsjökli um aldir. Vegna bráðnunar jökulsins aðgreinist hún frá Svínafellsjökli en á áfram sama upptakasvæði. Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, telur að aðskilnaðurinn hafi orðið á síðustu tíu til tuttugu árum.

Staðurinn hefur aldrei haft sérstakt örnefni enda ekki þörf á því vegna búskapar. Vísindamenn sem eru með verkefni á jöklinum töldu að betra væri að gefa tungunni sérstakt örnefni og lagði Daniel Ben-Yehoshua  doktorsnemi það formlega til við bæjarstjórn Hornafjarðar. Að lokinni skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa og sérstaklega beint að Öræfingum var nafnið Dyrhamarsjökull valið, að því er  fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »