Kvíði ákveðið varnarviðbragð

Bólusetning í Laugardalshöll.
Bólusetning í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er vel þekkt að fólk falli í yfirlið vegna kvíða við bólusetningu,“ segir Sunna Gestsdóttir, sálfræðingur og lektor í heilsueflingu við Háskóla Íslands, við umræðunni um yfirlið við bólusetningu gegn Covid-19.

Hún segir að ungt fólk sé líklegra til að falla í yfirlið vegna sprautufælni eða annars slíks en börn og fullorðnir. „Kvíðinn er ákveðið varnarviðbragð við því sem heilinn telur vera hættu.“ Sunna nefnir að líklega sé umræða um yfirlið meira áberandi núna þar sem fólk sem forðast almennt bólusetningu finnur sig knúið til að fara í hana núna.

Sunna segir að aðstæðurnar sem skapast í Laugardalshöll geti einnig ýtt undir að fólk falli í yfirlið. „Bólusetningarferlið sjálft er ólíkt því sem flestir þekkja. Fólk kemur þarna eitt, ekki með neinum sem það þekkir og myndi hafa með sér í þessum aðstæðum, í þetta stóra rými þar sem margmenni er. Þetta er ákveðinn vísir að heraga á mjög góðan hátt,“ segir Sunna og bætir við að það geri aðstæðurnar yfirþyrmandi fyrir marga, sem kalli fram viðbragðið að falla í yfirlið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »