Þrjár nýjar tegundir á bannlista

Hundur af tegundinni Cane corso, sem yrði bönnuð hér á …
Hundur af tegundinni Cane corso, sem yrði bönnuð hér á landi verði reglugerðin að veruleika.

reglugerðardrög frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu gera ráð fyrir að þrjár hundategundir bætist við á bannlista íslenskra stjórnvalda yfir þær hundategundir sem ekki má flytja til landsins. 

Það eru tegundirnar Cane Corso, Presa Canario og Boerboel. Í dag er óheimilt að flytja inn til landsins Pit Bull Terrier, Staffordshire Bull Terrier, Fila Brasileiro, Toso Inu og Dogo Argentino.

Matvælastofnun hefur borist umsóknir um innflutning á þessum tegundum hingað til lands og hefur stofnunin hingað til hafnað þeim umsóknum á grundvelli þess að þær tegundir „búa yfir eiginleikum sem henta vel til veiða á stórum dýrum, sem varðhundar og til notkunar í dýraati. Geðslag og líkamsbyggð þeirra gerir það að verkum að nauðsynlegt sé að hafa sérstaka kunnáttu og sýna aðgát í allri umgengni við hundanna en annars sé hætt við að árásargirni komi fram sem haft getur alvarlegar afleiðingar fyrir menn og önnur dýr,“ eins og segir í reglugerðardrögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert