„Upplausnarástand“ kom upp á Landakoti

Landakot. 99 manns smituðust og minnst 13 létust. Um er …
Landakot. 99 manns smituðust og minnst 13 létust. Um er að ræða alvarlegasta atvik sem upp hefur komið í sögu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar nokkrir dagar voru liðnir frá því fyrstu kórónuveirusmitin á Landakoti, þar sem flestar öldrunarlækningadeildir Landspítala eru til húsa, greindust í október síðastliðnum varð „upplausnarástand“ á spítalanum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar embættis landlæknis á hópsýkingu sem kom upp á spítalanum. Niðurstöðurnar voru birtar opinberlega í gær og er hópsmitið þar sagt alvarlegasta atvik sem upp hefur komið í sögu heilbrigðisþjónustu hérlendis.

99 manns smituðust í hópsýkingunni og minnst 13 létust. Að mati embættis landlæknis orsakaðist hópsýkingin af lélegri hólfaskiptingu á spítalanum, skorti á aðgerðastjórn og seintækum skimunum sem upplýstu ekki um umfang hópsýkingarinnar fyrr en það var orðið of seint.

„Mikill undirbúningur hafði átt sér stað í upphafi faraldursins og almennt kom fram í viðtölum við starfsfólk að mikil samstaða hefði verið meðal þess á erfiðum tíma og öryggismenning þótt góð. Þrátt fyrir það varð, samkvæmt lýsingum þeirra sem að komu þegar nokkrir dagar voru liðnir frá fyrstu smitum hópsýkingarinnar, „upplausnarástand“ og skortur á fylgni við þau tilmæli sem gefin höfðu verið frá upphafi faraldurs hvað varðar sýkingavarnir, hlífðarbúnað, hólfaskiptingu, sóttkví og einangrun,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »