Vilja veiða helsingja fyrr á haustin

Aðalvarpstöðvar helsingja hér á landi eru við Jökulsárlón.
Aðalvarpstöðvar helsingja hér á landi eru við Jökulsárlón. Ljósmynd/Lilja Jóhannesdóttir

Bæjarstjórn Hornafjarðar og félög bænda í Austur-Skaftafellssýslu knýja á um að gripið verði til aðgerða til að fækka helsingja. F

uglinn veldur miklu tjóni á túnum bænda í vesturhluta Suðursveitar og gróðureyðingu við varpstöðvarnar. Beðið er um að skotveiðar verði heimilaðar 1. september, á sama tíma og annars staðar á landinu.

Helsingja hefur fjölgað mjög á suðausturlandi á síðustu árum. Arnór Már Fjölnisson, bóndi á Hala í Suðursveit, segir að fjölgunin sé um 12-14% á ári. Telur hann að í stofninum í Suðursveit og nágrenni séu 4-5 þúsund varpfuglar og í allt 15-20 þúsund fuglar.

„Þeir valda gríðarlegu tjóni og vandræðum, sérstaklega í köldu ári eins og er núna. Fram undan er hjá okkur að afla heyja fyrir skepnur okkar fyrir veturinn. Erfitt er að segja hvernig það fer,“ segir Arnór í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »