35% íbúða seljast yfir ásettu verði

Hluti höfuðborgarsvæðisins.
Hluti höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Sigurður Bogi

Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní.

Á síðustu þremur mánuðum sem gögn skýrslunnar ná til, þ.e. febrúar til apríl, seldust 35% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og 38% íbúða í sérbýli. Þá var sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í apríl að jafnaði 39 dagar og hefur ekki mælst skemmri frá upphafi mælinga.

Í skýrslunni kemur því fram að enn séu mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar sem gefi til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu var um 2% hærra í apríl en það var í mars og 4% hærra en í febrúar sé miðað við vísitölu söluverðs. Undanfarið ár hefur mikil eftirspurn leitt til þess að íbúðum til sölu hefur fækkað en á landinu öllu eru nú ríflega 1.900 íbúðir auglýstar til sölu en fyrir rúmu ári voru þær rétt tæplega 4.000. Nýtt framboð fasteigna hefur því ekki mætt eftirspurninni, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert