Banaslys í Straumfirði á Mýrum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt upplýsingum mbl.is var fjórhjólaslysið sem átti sér stað á tólfta tímanum í morgun banaslys. Greint var frá því fyrr í dag að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði verið send út til þess að sækja mann sem slasaðist og koma honum til aðhlynningar. 

Greint var frá því fyrr í dag að slysið væri alvarlegt en hvorki lögregla né Landhelgisgæslan veittu neinar upplýsingar varðandi málið. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins. 

map.is
map.is map.is
mbl.is