Bátslaga steinninn í Skaftafellssýslu algjör ráðgáta

Uggi (t.v.) og Kristinn Magnússon (t.h.), sérfræðingar Minjastofnunar, virða steininn …
Uggi (t.v.) og Kristinn Magnússon (t.h.), sérfræðingar Minjastofnunar, virða steininn fyrir sér. Svæðið verður rannsakað gaumgæfilega. mbl.is/Jónas Erlendsson

Sérfræðingar á vegum Minjastofnunar rannsökuðu í gær sérlega furðulegan stein á Fagradalsheiði í Vestur-Skaftafellssýslu. Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, segir steininn algjöra ráðgátu en hvetur fólk til þess að tala við Minjastofnun áður en það grefur í kringum fornleifar.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag gróf bóndinn Jónas Erlendsson steininn upp úr þúfu en afi hans hafði fyrst bent honum á hann fyrir rúmum 50 árum. Steinninn var þá sýnilegur en þegar Jónas fór aftur að leita hans var steinninn hulinn torfi.

„Ég held örugglega að þetta sé manngert, að þarna sé búið að klappa þessa skál ofan í með meitli og hömrum. En í rauninni er voðalega erfitt að segja til um hvenær það hefur verið gert,“ segir Uggi. Hann segir þó mögulegt að greina gjóskuna í moldinni og álykta út frá því. Svæðið verði rannsakað gaumgæfilega af Minjastofnun í sumar.

Uggi segir ljóst að töluverð vinna hafi farið í að klappa steininn niður. „Það fyrsta sem maður hugsaði var að smalar hafi meitlað þetta þegar þeim leiddist. En þetta er greinilega meira en svo að einhverjir krakkar hafi verið að gera. Þetta er í rauninni bara ráðgáta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »