Engir einnota pokar í Vínbúðunum

Vínbúð í Borgartúni.
Vínbúð í Borgartúni.

ÁTVR hefur ákveðið að frá og með næstu mánaðamótum verði ekki hægt að fá einnota poka í Vínbúðunum. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu taka nýjar reglur stjórnvalda gildi í júlí sem banna sölu á einnota pokum við afgreiðslukassa verslana.

Þessar reglur taka til allra einnota poka, einnig lífbrjótanlegra poka, til að mynda maíspoka sem margir töldu að kæmu í stað gömlu plastpokanna og hafa náð talsverðri útbreiðslu. Matvöruverslanir munu ætla að selja maíspokana áfram en það verður óheimilt á skilgreindum kassasvæðum. Pokana verður því að finna inni í miðjum verslunum.

Í tilkynningu á vefsíðu ÁTVR er því lýst yfir að fyrirtækið láti sig umhverfisvernd varða og hún sé stór liður í samfélagsábyrgð þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »