Hljóðið þungt í sjómönnum

Sjómenn eru óhressir með karamálin.
Sjómenn eru óhressir með karamálin. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Ekkert hefur miðað í kjaradeilum sjómanna. Þetta segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, en samningar hafa verið lausir í rúmt eitt og hálft ár.

„Það er ekkert að gerast og okkur er boðið að færa peninginn úr hægri vasanum yfir í hinn en við þurfum ekkert að tala við SFS til þess,“ segir Guðmundur og bætir við að hljóðið í sjómönnum sé þungt. Hann vill ekki segja til um hvort deilurnar verði að verkfalli.

„Það sýndi sig síðast að verkfallið beit ekki neitt því menn færðu bara kvótann til á milli ára,“ segir hann en síðast þegar samningar náðust var það eftir sjö vikna verkfall.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert