Leyft að bera nafnið Kóbra

mbl.is/Ásdís

Mannanafnanefnd úrskurðaði þriðjudaginn 15. júní að heimilt væri að nefna nýfædd stúlkubörn nafninu Kóbra. Stúlkunafnið Kóbra er því komið á mannanafnaskrá

Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Meðal þeirra er að nafnið brjóti ekki í bág við íslenskt málkerfi. Nafnið geti tekið íslenska eignarfallsendingu og að nafnið sé ekki til þess fallið að verða nafnbera til ama.

Eiginnafnið Kóbra tekur eignarfallsbeyginguna, Kóbru, og uppfyllti að mati nefndarinnar öll önnur skilyrði lagaákvæðisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert