Tilkynntu rangan sigurvegara í MORFÍS

Flensborgarskóli fagnaði ákaft þegar tilkynnt var að keppnislið skólans hefði …
Flensborgarskóli fagnaði ákaft þegar tilkynnt var að keppnislið skólans hefði unnið MORFÍS í gær. Twitter/Jón Bjarni

Flensborgarskóli fagnaði ákaft þegar tilkynnt var að keppnislið skólans hefði sigrað Verzlunarskólann í MORFÍS í gær. Gleðin entist þó ekki lengi þar sem oddadómari keppninnar fór með rangt mál.

„Nei afsakið, afsakið, afsakið! Ég verð að fá þögn í salinn! Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu. Mér þykir þetta ótrúlega leitt. Mér líður ömurlega. Það lið sem var með fleiri dómara með sér og vann þar af leiðandi keppnina var Verzlunarskólinn,“ segir dómarinn.

MORFÍS, eða mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, er ein af þremur stærstu keppnum sem framhaldsskólar á Íslandi taka þátt í sín á milli. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi þar sem í hverri MORFÍS-viðureign takast á tvö keppnislið skipuð fjórum nemendum frá hvorum skóla. Val á sigurvegara byggist á rökum liðanna, flutningi, svörum við rökfærslu andstæðinganna og hughrifum dómara. Í hverri keppni eru þrír dómarar.

Umræðuefni keppninnar sem fór fram í gær var „Ísland er spillt land“ og mælti Flensborg með efninu en Verzlunarskólinn á móti. Nemendur Verzlunarskólans hafa fært nægilega góð rök fyrir sínu máli til að sannfæra dómnefnd sem tryggði þeim svo að lokum sigur í keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert