Um helmingur barna sefur of lítið

Um 45% barna á landsvísu í 8. til 10. bekk …
Um 45% barna á landsvísu í 8. til 10. bekk sofa í sjö klukkustundir eða minna á hverri nóttu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nærri 60% barna á Vestfjörðum í 8. til 10. bekk sofa í sjö klukkustundir eða minna á hverri nóttu. Þetta kom fram í kynningu embættis landslæknis á lýðheilsuvísum fyrir árið 2021.

Marktækur munur er því á svefni ungmenna á Vestfjörðum samanborið við landið allt þar sem um 45% sofa í sjö klukkustundir eða minna. Ráðlögð svefnlengd fyrir þennan aldurshóp er átta til tíu klukkustundir.

Lýðheilsuvísarnir eru safn mælikvarða sem byggjast á norskri fyrirmynd sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og áhrifaþætti þar á. Þetta er sjötta árið sem vísarnir eru birtir en þeim er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og veikleika.

Hæst hlutfall barna sem ná nægum svefni er á Austurlandi en um 40% barna þar segjast sofa í sjö klukkustundir eða minna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert