Allir á Akureyri velkomnir í bólusetningu í dag

Allir eru hvattir til þess að mæta á slökkvistöðina á Akureyri í dag og þiggja þar bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Janssen. Þar hefur verið dræmari mæting undanfarna daga en gert var ráð fyrir og því eru nú allir velkomnir sem ekki hafa fengið bólusetningu hingað til. 

Frá þessu er greint á Akureyri.net.

„Því fyrr því betra,“ sagði Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri, þegar Akureyri.net leit við á Slökkvistöðinni um tíuleytið í dag, eins og segir í frétt vefjarins.

Bólusetning stendur til klukkan 14.00 í dag. Fólk fékk boð um að mæta á ákveðnum tíma en Inga Berglind hvetur alla til að mæta sem fyrst þrátt fyrir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert