Enginn greindist á þjóðhátíðardaginn

Engin smit greindust síðastliðna tvo sólarhringa innanlands.
Engin smit greindust síðastliðna tvo sólarhringa innanlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn greindist innanlands í gær, þjóðhátíðardaginn, að því er fram kemur á covid.is, upplýsingavef landlæknis. 

Enginn greindist heldur innanlands 16. júní, en tölur fyrir þann dag birtust ekki í gær vegna hátíðahalda. 

Fimm greindust þó á landamærum í gær, þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar, einn var með virkt smit og einn með mótefni.

22 eru nú í einangrun hér á landi og 41 í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi með Covid-19. 

mbl.is