Festust á uppblásnum báti á Þingvallavatni

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Ljósmynd/Landsbjörg

Mikill viðbúnaður var upp úr klukkan sjö í morgun eftir að tilkynning barst til Neyðarlínu um þrjár stúlkur í vandræðum á bát á Þingvallavatni. 

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að um hafi verið að ræða uppblásinn bát sem var farinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum að landi. 

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, sjúkraflutningamönnum frá Suðurlandi og Reykjavík, þyrlu Landhelgisgæslunnar og lögreglu. 

Rétt fyrir klukkan átta komust stúlkurnar í land af sjálfsdáðum. Þær voru orðnar blautar og mjög kaldar og fengu aðhlynningu frá sjúkraflutningamönnum. 

mbl.is