Hjólar 400 kílómetra með höndunum fyrir hreyfihamlaða

Arnar lenti 26 ára í mótorhjólaslysi og lamaðist fyrir neðan …
Arnar lenti 26 ára í mótorhjólaslysi og lamaðist fyrir neðan brjóst. Nú stundar hann handahjólreiðar. Ljósmynd/Aðsend

Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson mun í næstu viku hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring með höndunum einum saman. Þetta gerir hann til þess að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða. Þetta segir í tilkynningu frá SEM-samtökunum, samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra.

Arnar Helgi vill með þessu þrekvirki undirstrika mikilvægi hreyfingar fyrir hreyfihamlaða og söfnun sem hann og SEM-samtökin standa fyrir. Stefnt er að því að kaupa fjögur sérútbúin hjól fyrir hreyfihamlaða, en hvert hjólanna kostar tvær og hálfa milljón króna. Hjólin verða síðan lánuð hreyfihömluðu fólki án endurgjalds.

Ferðalagið hefst klukkan 16 á þriðjudag frá Höfn í Hornafirði og hjólað verður þaðan eftir suðurströndinni. Öllum er velkomið að hjóla með Arnari Helga eins langa vegalengd og fólk lystir.

Jákvætt hugarfar skipti höfuðmáli

Arnar lenti 26 ára í mótorhjólaslysi og lamaðist fyrir neðan brjóst. Hann hefur ekki látið það hindra sig í að hreyfa sig og stunda íþróttir en hann hefur stundað lyftingar, hjólastóla-race og handahjólreiðar og er í dag formaður SEM-samtakanna. Hann sagði, samkvæmt tilkynningunni, í viðtali í vor að lífið væri langt frá því að vera búið þrátt fyrir lömunina og þar skipti jákvætt hugarfar höfuðmáli.

Þeim sem hafa áhuga á verkefninu eða hafa áhuga á að styrkja það er bent á vefsíðu SEM-samtakanna hér.

Arnar Helgi mun á þriðjudaginn hjóla 400 kílómetra með höndunum …
Arnar Helgi mun á þriðjudaginn hjóla 400 kílómetra með höndunum einum saman. Lagt er af stað frá Höfn í Hornafirði og öllum er velkomið að taka þátt. Ljósmynd/Aðsend
Arnar er formaður SEM-samtakanna, samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Hann sagði í …
Arnar er formaður SEM-samtakanna, samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Hann sagði í viðtali í vor að lífið væri langt frá því að vera búið þrátt fyrir lömunina og þar skipti jákvætt hugarfar meginmáli. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert