Í haldi til 25. júní

mbl.is/Hjörtur

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald, eða til föstudagsins 25. júní. Þetta er gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Málið tengist rannsókn lögreglu á líkamsárás í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi.

Rannsókn málsins miðar vel, að því er lögreglan greinir frá í tilkynningu. 

mbl.is