Kalt loft hörfi eftir helgi

Búast má við hlýrra veðri eftir helgi.
Búast má við hlýrra veðri eftir helgi. mbl.is/SIgurður Unnar Ragnarsson

Nú þegar farið er að sjá fyrir endann á því kalda lofti sem legið hefur yfir landinu að undanförnu, og spár gera ráð fyrir að hörfi strax eftir helgi, þarf samt sem áður að sýna þolinmæði. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Mun það taka nokkra daga í viðbót fyrir hlýtt loft að koma að landinu. 

Gera má ráð fyrir veðri í rólegri kantinum um helgina. Víða verður skýjað og skúrir á víð og dreif, einna helst er að Norðurland sleppi að mestu. Hiti verður yfirleitt fimm til tíu stig. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og víða skúrir síðdegis. Hiti 4 til 11 stig, mildast S-lands.

Á sunnudag:
Vestan 3-8 og sums staðar smáskúrir. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.

Á mánudag (sumarsólstöður):
Sunnanátt og rigning V-lands, en bjart með köflum A-til á landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á NA-landi.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt og dálítil rigning S- og V-lands, en norðvestlægari og líkur á skúrum síðdegis á NA-verðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt og skýjað fyrir norðan, en bjartviðri syðra. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sunnan til.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir breytilega átt með bjartviðri í flestum landshlutum, síst austast. Svalt austanlands, en annars víða 8 til 16 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert