Söguleg eftirspurn eftir veislubúnaði

Margir hafa ákveðið að grípa tækifærið og halda veislu.
Margir hafa ákveðið að grípa tækifærið og halda veislu. Ljósmynd/Ása Egilsdóttir

Slakari samkomutakmörkunum fylgja aukin veisluhöld en allt bendir til þess að komandi helgi muni einkennast af mannamótum og gleðskap. Tveir háskólar á höfuðborgarsvæðinu munu brautskrá rúmlega tvö þúsund kandídata á laugardeginum en því fylgja mikil veisluhöld.

Auk þeirra er stór hópur sem á eftir að halda fermingarveislur, afmæli og annars konar gleðskap sem hefur þurft sitja á hakanum, stundum mánuðum saman, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ernir Skorri Pétursson, annar eigandi leiguþjónustunnar Rentaparty, segir aukningu eftirspurnar síðustu vikur stjarnfræðilega. Næsta helgi er alveg fullbókuð og langir biðlistar komnir á flestar vörur.

Aðspurður hvers kyns boð séu í vændum segir Ernir þau margvísleg: „Og úti um allt. Mikið um tjöld og alls konar tæki sem við erum með í leigu. Það er töluvert um garðpartí og allar gerðir veislna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert