Vinningsmiði keyptur á Reyðarfirði

Lottó.
Lottó.

Aðeins tveir Íslendingar unnu í kvöld þegar úrslit Eurojackpot og jókersins voru tilkynnt. Annar hinna heppnu keypti miðann í verslun N1 í Búðargötu á Reyðarfirði en hinn var í áskrift.

Um tvo 2. vinninga í jókernum var að ræða en þau heppnu völdu fjóra rétta í röð í jókernum og vinna hvort um sig 100.000 krónur. 

Enginn hlaut fyrsta vinning sem hljóðaði upp á 5.228.666.100 krónur að þessu sinni. Annar vinningur nam rúmum 60 milljónum en þar voru vinningshafarnir fimm. Þrír frá Þýskalandi en hinir tveir frá Slóvakíu og Póllandi.

mbl.is