Klára seinni bólusetningu í júlí

Röð í bólusetningu í Laugardalshöll.
Röð í bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flestir landshlutar áætla að klára seinni bólusetningu í júlí en rúmlega 80% íbúa landsins 16 ára og eldri hafa annaðhvort smitast eða fengið bóluefni gegn Covid-19.

Alls hafa 355.178 skammtar verið gefnir. Þar af hafa 238.814 einstaklingar fengið fyrri skammt en 153.725 eru fullbólusettir. Þann 25. júní er gert ráð fyrir að öllum landsmönnum 16 ára og eldri hafi verið boðinn fyrri skammtur.

Langflestir skammtar frá Pfizer

Rúmlega 80.000 skammtar koma af Pfizer-bóluefninu í júní og rúmlega 20.000 skammtar af Moderna í júní og júlí að sögn Júlíu Rósar Atladóttur, framkvæmdastjóra Distica sem sér um dreifingu á bóluefnunum. Ekki liggur fyrir afhendingaráætlun frá AstraZeneca og Janssen.

Langflestir skammtar hafa verið gefnir af bóluefni frá Pfizer, AstraZeneca er í öðru sæti, þá kemur Janssen og Moderna rekur lestina. Enn á eftir að bólusetja um 30% í aldurshópunum 16-29 ára og 30-39 ára.

Ítarlegri umfjöllun um bólusetningar fram undan má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »