Sala á skyri margfaldast

Íseyjarskyr er nú selt í þúsundum verslana í Japan.
Íseyjarskyr er nú selt í þúsundum verslana í Japan.

Sala á Ísey skyri hefur margfaldast á síðustu árum, sérstaklega í Evrópulöndum. Salan var um 19 þúsund tonn á síðasta ári og er Ísland meðtalið sem og framleiðsla samstarfsaðila víða um heim. Áætlanir gera ráð fyrir að hún vaxi hratt á næstu árum og verði orðin þrefalt meiri á árinu 2025.

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf., segir að áhersla hafi verið lögð á nálæga markaði síðustu misseri vegna tafa á framgangi verkefna í fjarlægari löndum af völdum kórónuveirufaraldursins. Það hafi gengið vel og teikn séu á lofti um enn frekari vöxt.

Neytendur í Frakklandi og Hollandi hafa tekið Ísey skyri ákaflega vel. Sala í Frakklandi hófst í smáum stíl á síðasta ári en nú stefnir í yfir 700 tonna sölu í ár. Salan í Benelux-löndunum tvöfaldaðist á síðasta ári og stefnir í að hún fari vel yfir 1.000 tonn í ár. Mesta salan á því markaðssvæði er í Hollandi. Þrjú stór markaðssvæði bætast við heimskort Ísey skyrs á þessu ári, Nýja-Sjáland/Ástralía, Þýskaland og Spánn.

Ný mjólkurbú sem byggð eru til að framleiða Ísey skyr taka til starfa í Nýja-Sjálandi og Bretlandi í sumar og stefnt er að því að verksmiðja sem verið er að undirbúa í borginni Dongguan í Kína taki til starfa undir lok næsta árs. Mikil tækifæri eru á þeim stóra markaði en Ari segir að reynslan sýni að tíma geti tekið fyrir söluna að komast vel á skrið, að því er fram kemur í umfjöllun um skyrútflutninginn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »