Þórdís leiðir eftir fyrstu tölur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leiðir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Fyrstu tölur voru kynntar á facebooksíðu flokksins núna klukkan 21. 

Í öðru sæti er Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, og í þriðja sæti er Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í kjördæminu. Hann sóttist eftir 1. sæti á lista flokksins eins og Þórdís Kolbrún. 

Talin hafa verið 798 atkvæði, úr flestum en ekki öllum kjördeildum, en greidd atkvæði voru alls um 2.200 talsins.

Atkvæðin skiptast þannig:

  1. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, 532 atkvæði í fyrsta sæti.
  2. Teitur Björn Einarsson, 359 atkvæði í 1.-2. sæti.
  3. Haraldur Benediktsson, 389 atkvæði í 1.-3. sæti. 
  4. Sigríður Elín Sigurðardóttir, 306 atkvæði í 1.-4. sæti.

Samkvæmt atkvæðaskiptingu þessara fyrstu talna, sem sjá má á vef Sjálfstæðisflokksins, hefur Þórdís Kolbrún hlotið 532 atkvæði í fyrsta sæti gegn 225 atkvæðum Haraldar í sama sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert