Ung kona grunuð um að hafa stolið hundi

Efra-Breiðholt í Reykjavík.
Efra-Breiðholt í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað í Efra-Breiðholti upp úr klukkan eitt eftir miðnætti í nótt.

Hafði maður þá farið inn í verslun og bundið hund sinn fyrir utan verslunina. Þegar maðurinn kom aftur út skömmu síðar var hundurinn horfinn.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ung kona hafi verið handtekin skömmu síðar, grunuð um þjófnaðinn. Var ákveðið að vista hana í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

mbl.is