Góð þátttaka í prófkjöri Framsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson býður sig fram í 1. sæti listans.
Sigurður Ingi Jóhannsson býður sig fram í 1. sæti listans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góð þátttaka var í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem fór fram í gær. Alls greiddu rúmlega 1.100 einstaklingar atkvæði og lætur því nærri að kjörsókn sé 35%.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Sunnlenska.

Talning hófst klukkan níu í morgun og verða úrslit kynnt klukkan 17 síðdegis á Hótel Selfossi.

Tveir sitjandi þingmenn gefa kost á sér í prófkjörinu.
Tveir sitjandi þingmenn gefa kost á sér í prófkjörinu. Mynd/Framsókn

Í fram­boði eru:

  • Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Hruna­manna­hreppi – sæk­ist eft­ir 1. sæti
  • Jó­hann Friðrik Friðriks­son, Reykja­nes­bæ – sæk­ist eft­ir 2. sæti
  • Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Reykja­nes­bæ – sæk­ist eft­ir 2. sæti
  • Daði Geir Samú­els­son, Hruna­manna­hreppi – sæk­ist eft­ir 2.- 4. sæti
  • Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, Árborg – sæk­ist eft­ir 3. sæti
  • Hall­dóra Fríða Þor­valds­dótt­ir, Reykja­nes­bæ – sæk­ist eft­ir 3.- 4. sæti
  • Njáll Ragn­ars­son, Vest­manna­eyj­um – sæk­ist eft­ir 3.- 4. sæti
  • Ragn­hild­ur Hrund Jóns­dótt­ir, Vík í Mýr­dal – sæk­ist eft­ir 3.- 5. sæti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert