Konan töluvert slösuð og aðgerðum lokið

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Aðgerðum björgunarsveita við Búrfell er nú lokið. Þar lenti svifflugmaður í hremmingum og slasaðist og voru allar björgunarsveitir Árnessýslu kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Konan er ekki talin í lífshættu en þó er hún töluvert slösuð og grunur er um beinbrot. 

Blessunarlega er rjómablíða víðast hvar á sunnanverðu landinu, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, og segir hann við mbl.is að auðvelt hafi verið fyrir þyrluna að athafna sig. 

Konan var flutt af slysstað til frekari aðhlynningar. Meira er ekki vitað að svo stöddu um ástand hennar. 

Davíð Már segir að tildrög slyssins séu ekki kunn, en hann segir einnig að á undanförnum árum hafi eitthvað verið um slys á þessu svæði í tengslum við svifflug. Þannig má telja að mögulega geri veðuraðstæður svifflugmönnum erfitt fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert