Segir Boga hafa leitt aðför að kvennastétt

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samsett mynd

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir nýja auglýsingu Kvenréttindafélags Íslands og aðkomu Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, að henni. Henni þykir einkennilegt að hvorki sér né varaformanni Eflingar hafi verið boðið að taka þátt í herferðinni.

Myndin var birt 19. júní í tilefni af 106 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þar stillir fjölbreyttur hópur sér upp á sama hátt og fundarmennirnir í málverki Gunnlaugs Blöndal af Þjóðfundinum 1851. Þá er hinum sögufrægu orðum Jóns Sigurðssonar „vér mótmælum allir“ snúið upp í „vér mótmælum öll“.

Mörg þekkt andlit prýða hina uppfærðu mynd, þar á meðal Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.

Bogi Nils Bogason.
Bogi Nils Bogason. mbl.is/Hallur Már Hallsson

Litið fram hjá henni og varaformanni Eflingar

Sólveg gerir þó athugsemd við það að Bogi Nils Bogason sé á myndinni fyrir að leiða „eina ömurlegustu aðför að kvennastétt sem sést hefur í íslenskri vinnumarkaðs-pólitík þegar Icelandair og SA „union-böstuðu“ Flugfreyjufélag Íslands í miðri kjaradeilu“.

Sólveigu þykir það enn fremur skrítið að hvorki sér né varaformanni Eflingar, Agnieszka Ewa Ziólkowska, hafi verið boðið að vera á myndinni þrátt fyrir að „hafa tekið þátt í og skipulagt söguleg kvennaverkföll láglaunakvenna með ansi góðum árangri“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert