Slógu mann ítrekað í höfuðið og hlupu á brott

Lögreglan að störfum í miðborginni.
Lögreglan að störfum í miðborginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á veitingastað í miðborginni upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Er hann grunaður um líkamsárás en hann hafði ráðist á dyravörð, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir að hann hafi verið vistaður í fangageymslu sökum ástands síns.

Rétt fyrir klukkan tvö eftir miðnætti var tilkynnt um aðra líkamsárás í miðborginni. Tveir menn höfðu þá slegið mann ítrekað í höfuðið og síðan hlaupið á brott. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild til aðhlynningar.

mbl.is