Áfengisneysla stærra vandamál

Margir leigja sér rafskútur tilað flýta för sinni um bæinn.
Margir leigja sér rafskútur tilað flýta för sinni um bæinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á hverjum degi leita nokkrir á bráðamóttöku Landspítalans vegna rafskútuslysa. 149 leituðu þangað af þeim ástæðum síðasta sumar, 1,6 að meðaltali á dag.

Þótt ekki hafi verið gerð sambærileg talning það sem af er sumri telur yfirlæknir ólíklegt að þessum slysum sé að fækka, miðað við þá miklu aukningu sem virðist vera í notkun þessa samgöngumáta.

„Fólk þarf að fara varlega á þessum hjólum, eins og í öðrum samgöngumátum. Sérstaklega viljum við vara við að fara á hjól undir áhrifum áfengis. Áfengisnotkun er meira vandamál en rafskútunotkun,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum í Morgunblaðinu í dag. Hjalti segir að slysin séu talsvert áberandi að næturlagi og um helgar, á meðan skemmtanalífið stendur sem hæst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert