Aukadýpkun í Landeyjahöfn

Dæluskipið Dísa var að störfum viðLandeyjahöfn síðastliðinn föstudag.
Dæluskipið Dísa var að störfum viðLandeyjahöfn síðastliðinn föstudag.

Aðstæður hafa verið þannig í maí og júní að sandur hefur safnast inn í Landeyjahöfn, sérstaklega í hafnarmynnið. Vegagerðin fékk Björgun til að taka aukadýpkun og hefur sanddæluskipið Dísa verið þar að störfum síðustu daga.

Staðan í Landeyjahöfn var óvenjugóð í vetur og Herjólfur gat notað höfnina þegar fært var vegna öldugangs og vindhæðar. Vegagerðin samdi við Björgun um vetrardýpkun og er aðallega unnið að þeim verkefnum vor og haust.

Í vor hafa veðuraðstæður verið þannig að sandur hefur safnast að höfninni. Þess vegna fékk Vegagerðin Björgun til að dæla sandi úr hafnarmynninu og flytja út á sjó. Verkið hófst fyrir helgi með því að dæluskipið Dísa, sem verið hefur við störf á Rifi á Snæfellsnesi, hóf dælingu í Landeyjahöfn. Eysteinn Dofrason, framkvæmdastjóri Björgunar, segir að verkið hafi gengið vel. Í gær var hins vegar ekki nógu hagstætt veður og var tækifærið notað til að lagfæra búnað skipsins. Áhöfn Dísu heldur áfram vinnu í Landeyjahöfn og er reiknað með að verkið taki viku til tíu daga. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert