Byggingin langt á veg komin

Hús íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík er langt.
Hús íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík er langt. mbl.is/Unnur Karen

Eins og sést á myndinni hér til hliðar er bygging Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík langt á veg komin. Húsið kemur til með að hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Að sögn Antons Arnar Schmidhauser, verkefnastjóra hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, er nú unnið að því að setja upp glugga og ganga frá húsinu. Auk þess er vinna innan dyra komin á fullt.

Þá segir Anton að framkvæmdirnar séu samkvæmt upphaflegri rekstraráætlun en að uppsteypan, sem lauk um áramótin síðustu, hafi verið heldur á undan áætlun.

Áætlað er að húsið verði tilbúið um mitt næsta ár eða í júlí 2022. Þó segir Anton að Árnastofnun ætli sér ekki að flytja strax inn í húsið enda þurfi að nást ákveðið rakajafnvægi í húsinu svo það henti handritunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »