Mótefnasvarið kröftugra

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mótefnasvarið gegn þessu broddprótíni virðist jafnvel vera kröftugra hjá þeim sem eru bólusettir heldur en hjá þeim sem hafa fengið náttúrulega sýkingu,“ segir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands.

Það er vegna þessa sem mælt er með bólusetningu fyrir þá sem hafa fengið Covid-19 en það er einmitt komið að bólusetningu þeirra einstaklinga.

Mótefnasvarið eftir bólusetningu fer þó að sögn Magnúsar að einhverju leyti eftir því hvaða bóluefni eru notuð. Þá bendir Magnús á að ýmsa fyrirvara verði að setja varðandi þýðingu mótefnamælingarinnar sjálfrar.

„Það eru aðrir þættir sem hafa mikið að segja varðandi vörn gegn sjúkdómnum. Ekki eingöngu styrkur mótefnanna í blóðprufu,“ segir Magnús í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert