Óvissuferðin tókst vel

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjáldstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjáldstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum mjög stolt af því að hafa náð að framkvæma prófkjör í öllum kjördæmum þannig að yfir tuttugu þúsund manns hafa tekið þátt,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra í samtali við mbl.is. 

Fram kemur á Facebook-síðu flokksins að samanlögð kjörsókn í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins hafi verið 20.771 atkvæði. Jafngildir það 10,3% allra þeirra sem tóku þátt í alþingiskosningum árið 2017. 

„Í öllum aðalatriðum hefur þetta tekist vel og ég finn fyrir mikilli spennu að komast út í baráttuna,“ segir Bjarni. 

Spurður út í áberandi árangur kvenna í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins segir Bjarni það hafa aukist að fólk horfi til fjölbreytni.

„Að framkvæma prófkjör er ákveðin óvissuferð. Maður hefur orðið var við það að þátttakendur í prófkjörunum virðist í auknum mæli horfa til þess við samsetningu á listum að það sé fjölbreytni á listunum, þar með talið kynjajafnvægi. Mér sýnist að þær áherslur hafi náð í gegn hjá okkur,“ segir Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert