Þungur sólarhringur hjá slökkviliðinu

Morgunblaðið/Eggert

Nóg var um að vera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær og nótt. 

Slökkviliðið sinnti allt 110 sjúkraflutningum sem er mikið miðað við sunnudag. Þar af voru 35 forgangsútköll. 

Sex útköll voru á dælubílum og urðu fimm þeirra í nótt. Þar af brann eitt gamalt og ónothæft sumarhús og tveir árekstrar urðu í Hvalfjarðargöngum sem báðir reyndust minni háttar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert