„Við héldum að þetta væri í samræmi við lögin“

Skatturinn birti heildarlista hluthafa félaga á vef embættisins
Skatturinn birti heildarlista hluthafa félaga á vef embættisins mbl.is/sisi

Ríkisskattstjóri segir að heildarhluthafalisti félaga á vef embættisins verði tekinn út eins fljótt og unnt er. Persónuvernd ákvarðaði sl. föstudag að birting hluthafalista á opnu vefsvæði Skattsins væri ólögmæt.

„Við héldum auðvitað að þetta væri í samræmi við lögin. Nú þegar Persónuvernd er búin að gefa sitt álit þá munum við að sjálfsögðu fara eftir því. Þannig að ég á ekki von á öðru en að við munum fara í það að taka þetta út. Persónuvernd gaf mánuð í það að klára það verkefni. Ég held að það sé bara fínt. Ef niðurstaðan er sú að þetta sé ekki í samræmi við lagaheimildir þá er auðvitað eðlilegt að laga það eins fljótt og hægt er,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri í Morgunblaðinu í dag.

Ákveðið var að birta heildarhluthafalista félaga vegna breytingar á lögum um birtingu ársreikninga á opinberu vefsvæði. Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti Persónuverndar í febrúar til þess að ganga úr skugga um að nægilega sterkur lagagrundvöllur væri fyrir birtingu listans. Edda Símonardóttir, sviðstjóri hjá Skattinum, segir það vera atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem þurfi að taka ákvörðun um það hvort eigi að breyta lögum til þess

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »