83,6% með vörn gegn Covid-19

Bólefni Pfizer dregið í sprautu.
Bólefni Pfizer dregið í sprautu. AFP

Alls hafa 358.839 skammtar af bóluefni við Covid-19 verið gefnir hér á landi. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is. 

Á bak við þessa skammta eru alls 240.273 einstaklingar, 155.323 fullbólusettir og 84.950 sem bíða annars skammts.

Þetta samsvarar 81,4% allra Íslendinga 16 ára og eldri. Auk þess hafa 2,2% þessa hóps fengið Covid-19. Þannig er hlutfall þeirra sem hefur vörn gegn Covid-19 nú orðið 83,6%. 

Staða bólusetninga samkvæmt vef Covid.is.
Staða bólusetninga samkvæmt vef Covid.is. Skjáskot

Fæstir fullbólusettir með Moderna

Ekki hefur greinst Covid-19 smit innanlands utan sóttkvíar síðan 15. júní. 

Mest hefur verið bólusett með bóluefni Pfizer en alls hafa 81.285 verið fullbólusettir og 39.915 hálfbólusettir með bóluefni Pfizer.

38.757 skammtar af bóluefni Janssen hafa verið gefnir og eru allir sem það hafa fengið fullbólusettir. 

21.447 eru fullbólusettir með bóluefni AstraZeneca en 38.608 hafa fengið fyrri skammt þess. 

13.834 eru fullbólusettir með bóluefni Moderna og 6.427 hafa aðeins fengið fyrri skammt þess. mbl.is

Bloggað um fréttina