Deila um leikmyndina í Kötlu

Úr Kötlu.
Úr Kötlu. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

„Það vekur furðu að fyrirtæki sem telur sig vera leiðandi í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi skuli ekki geta titlað samstarfsfólk sitt rétt,“ segir Arnar Orri Bjarnason, framkvæmdastjóri Irmu studio.

Arnar lýsti um helgina óánægju sinni með viðskilnað sinn og samstarfsmanna við framleiðslu sjónvarpsþáttanna Kötlu, sem nú eru komnir í sýningar á Netflix. Í færslu á Facebook-síðu sinni greindi Arnar frá því að Irma hefði komið að hönnun og smíði á leikmynd þáttanna en framleiðandinn, RVK Studios, hefði ákveðið að geta þess ekki í kreditlista þeirra. Arnar var til að mynda yfirsmiður við verkefnið en er titlaður smiður í kreditlista. Heimir Sverrisson, samstarfsmaður Arnars hjá Irmu, var ráðinn sem leikmyndahönnuður Kötlu en hætti störfum skömmu áður en tökur áttu að hefjast vegna deilna við Baltasar Kormák leikstjóra.

Arnar segir að Heimir hafi beðist undan því að vera á kreditlista þáttanna en samningur hafi verið undirritaður við framleiðendur, sem staðfesti að hann væri hönnuður leikmyndar. Því hafi komið á óvart að sjá að Sunneva Ása Weisshappel sé nú ein titluð leikmyndahönnuður. Hann kveðst ekki vilja gera lítið úr hennar störfum en ljóst sé að RVK Studios hafi ekki virt sáttina sem gerð var við Heimi. Arnar vill ekki tjá sig frekar um málið en ítrekar á Facebook að það sýni „algjört virðingarleysi þessa fyrirtækis í garð vinnandi fólks“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert