„Einhvern veginn hélt innflutningurinn áfram“

Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn er kom­inn heim eft­ir þriggja ára dvöl í Hollandi þar sem hann starfaði sem tengiliður hjá Europol.

Hann er nú tek­inn við rann­sókn­ar­sviði lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Grím­ur er gest­ur Karítas­ar Rík­h­arðsdótt­ur í Dag­málum þar sem hann ræðir starfið, dvöl­ina hjá Europol og skipu­lagða brot­a­starf­semi. 

Hann útskýrir meðal annars í þættinum að hann hafi tilfinningu fyrir því að skipulögð brotastarfsemi sé að aukast á Íslandi en það sé einungis hægt að miða út frá tilfinningu en ekki tölfræði. 

Enginn sem kærir skipulagða brotastarfsemi

„Skipulögð brotastarfsemi er með þeim hætti að við þurfum að sinna slíkum málum, sem við köllum frumkvæðismál. Við þurfum að rannsaka þau frá upphafi, það er enginn sem kærir skipulagða brotastarfsemi. Þannig að það er raunverulega erfitt að átta sig á því, ef maður horfir til málafjölda hvort sé fjölgun eða ekki. 

Það er meira hægt að horfa til þess að ef það er fjölgun eða aukning sé meira effort eða meira lagt í það. Þannig að það er erfitt að svara þessu með vísan til talna,“ sagði Grímur spurður hvort skipulögð brotastarfsemi sé að aukast á Íslandi. 

Hann segir að ef hægt sé að miða við að innflutningur á fíkniefnum hafi ekki hætt í heimsfaraldri Covid-19 sé vísbending um að innflutningsleiðir séu þróaðar eða að fíkniefni séu framleidd hér á landi. 

Dag­mál eru streym­isþætt­ir Morg­un­blaðsins á net­inu, opn­ir öll­um áskrif­end­um blaðsins. Viðtalið við Grím Gríms­son má finna hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert