Finnur fyrir bæði tilhlökkun og kvíða

Arn­ar Helgi Lárus­son í undirbúningi fyrir stóra hjólatúrinn.
Arn­ar Helgi Lárus­son í undirbúningi fyrir stóra hjólatúrinn.

„Það er mikil tilhlökkun, kvíði og ég veit eiginlega ekki alveg hvernig mér líður,“ sagði Arnar Helgi Lárusson handahjólreiðamaðurinn sem hefur nú lagt af stað í 400 kílómetra langa hjólreiðaferð. Hann hyggst hjóla á inn­an við sól­ar­hring með hönd­un­um ein­um sam­an. Þetta ger­ir hann til þess að vekja at­hygli á hreyf­ingu fyr­ir hreyfi­hamlaða og safna fyr­ir fjór­um raf­magns­fjalla­hjól­um fyr­ir hreyfi­hamlaða.

Þá kom fram í frétt mbl.is fyrir skömmu að Arn­ar Helgi vill með þessu þrek­virki und­ir­strika mik­il­vægi hreyf­ing­ar fyr­ir hreyfi­hamlaða og söfn­un sem hann og SEM-sam­tök­in standa fyr­ir. Stefnt er að því að kaupa fjög­ur sér­út­bú­in hjól fyr­ir hreyfi­hamlaða, en hvert hjól­anna kost­ar tvær og hálfa millj­ón króna. Hjól­in verða síðan lánuð hreyfi­hömluðu fólki án end­ur­gjalds.

Hægt er að styrkja verkefni Arnars hér.

Arn­ar Helgi Lárus­son í undirbúningi fyrir stóra hjólatúrinn.
Arn­ar Helgi Lárus­son í undirbúningi fyrir stóra hjólatúrinn.

Gæti ekki verið í betri stöðu bæði andlega og líkamlega

Þegar blaðamaður heyrði í Arnari var hann á keyrslu austur til þess að hefja hjólreiðatúrinn. Arnar hefur aldrei áður hjólað viðlíka vegalengd en hann hefur verið að undirbúa sig fyrir ferðina í meira en ár og segir undirbúninginn hafa gengið mjög vel. Hann segist ekki geta verið í betri stöðu bæði andlega og líkamlega.

Arn­ar Helgi Lárus­son í undirbúningi fyrir stóra hjólatúrinn.
Arn­ar Helgi Lárus­son í undirbúningi fyrir stóra hjólatúrinn.

„Núna er ég að pæla í vindinum en vindurinn bara kemur og fer, ég á að hætta að hugsa um það og leggja af stað.“ Þá segist hann stefna á að ná að hjóla vegalengdina á innan við sólarhring, „miðað við það sem ég hef verið að hjóla ætti það alveg að vera gerlegt“.

„Ef að vindurinn verður mér hliðhollur og spáin gengur eftir, að hann róist þegar líður á kvöldið, þá ætti þetta alveg að vera gerlegt.“

mbl.is