Hiti allt að 17 stig

mbl.is

Í dag er spáð vestlægri átt 5 til 13 metrum á sekúndu og smáskúrum, en víða rigningu norðaustan- og austanlands fram yfir hádegi. Hiti 7 til 5 stig, hlýjast um landið suðaustanvert. 

Á morgun er spáð norðlægari vindi og bjart verður með köflum á Suður- og Vesturlandi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Hiti verður 10 til 17 stig, hlýjast syðst. Dálítil væta verður og svalara norðanlands, en styttir upp síðdegis. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðan og norðvestan 5-10 m/s og bjart með köflum, en skýjað og skúrir NA-til fram eftir degi. Hiti frá 7 stigum á NA-landi, upp í 16 stig S-lands.

Á fimmtudag:
Suðvestan 3-10 og léttskýjað, en þykknar upp V-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á A-landi. Suðvestan 8-13 og dálítil rigning á V-verðu landinu um kvöldið.

Á föstudag:
Suðvestanátt, víða 10-15 m/s. Rigning eða súld, en úrkomulítið A-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast A-lands.

Á laugardag:
Vestanátt og bjart með köflum, en líkur á þoku við SV- og V-ströndina. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Breytileg átt, skýjað með köflum og milt veður, en víða dálítil rigning með kvöldinu.

Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt, skýjað og smá væta S- og V-lands.

mbl.is