Keyrði á skilti undir áhrifum og stakk af

Um hálfeittleytið í dag var bifreið ekið á umferðarskilti. Ökumaður bifreiðarinnar stakk af frá vettvangi en hann var handtekinn skömmu síðar. Reyndist ökumaðurinn þá vera undir áhrifum vímuefna, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rétt fyrir klukkan 11 í morgun barst lögreglunni tilkynning um að brotist hefði verið inn í bifreið í miðbæ Reykjavíkur.

Skömmu fyrir klukkan 12 var ekið á mann á hlaupahjóli í hverfi 104 í Reykjavík, sá hlaut minni háttar meiðsli af. Stuttu síðar handtók lögreglan aðila vegna líkamsárásar sem átti sér stað í miðbænum.

mbl.is