Kveikt í bíl í Vestmannaeyjum

Bíll brennur við sorpeyðingarstöðina í Vestmannaeyjum.
Bíll brennur við sorpeyðingarstöðina í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Kveikt var í bíl við sorpeyðingarstöðina í Heimaey í kvöld. Lögreglunni í Vestmannaeyjum var tilkynnt um þetta klukkan kortér yfir níu í kvöld.

Um var að ræða ónýtan bíl, sem kominn var á stöðina til úreldingar.

Samkvæmt lögreglunni er líklegt að einhverjir hafi kveikt í honum og síðan hlaupið í burtu. Enginn er grunaður um verknaðinn. 

Ekkert frekara tjón hlaust af verknaðinum og enginn slasaðist. Eldurinn barst ekki í aðra hluti og slökkviliðið náði fljótt að slökkva eldinn. 

Slökkviliðið að störfum.
Slökkviliðið að störfum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is