Lægð í lok vikunnar gæti markað enda kuldatíðar

Hlýtt gæti orðið framundan.
Hlýtt gæti orðið framundan.

Eftir nokkra vætu- og kuldatíð geta íbúar á suðurhluta landsins leyft sér að hlakka til morgundagsins en samkvæmt veðurspá mun þá rofa til og hitinn hækka töluvert miðað við veðurfar síðustu vikna.

„Við munum kannski sjá tölur upp á 17 til 18 gráðu hita á Suðurlandi og 15 til 16 gráður í höfuðborginni. Það verður líka bjart svo það ætti að sjást vel til sólar. Í skjóli frá þessari litlu norðanátt verður örugglega fínasta sumarveður á miðvikudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni í Morgunblaðinu í dag.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem gerir út veðurvefinn Bliku, segir miðvikudag og fimmtudag frekar undantekningar en vendipunkt í veðráttu. „Síðan er von á annarri lægð á föstudag um vestanvert land, það er sólskin einn til tvo daga í miðri viku. Kannski má segja að með þeirri lægð gætu orðið einhver straumhvörf en þá á hlýrra loft almennt séð greiðari aðgang að landinu og til okkar úr suðvestri.“

Þrátt fyrir að lægðin síðar í vikunni kunni að marka einhver kaflaskil segir Einar kuldapollana yfir Grænlandi aldrei langt undan. „Maður sér það bara með því að bera saman spár undanfarna daga að kuldapollarnir birtast stöðugt við landið. Þegar frá líður verður hlýrra og mildara loft úr suðvestri meira einkennandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »