Peningarnir komi ekki af himnum ofan

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir. Ljósmynd/Karen Elísabet Halldórsdóttir

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi, lét bóka gagnrýni á Borgarlínu á fundi bæjarráðs 16. júní. Í fundargerð stendur að Karen geti ekki tekið undir orð framkvæmdastjóra Betri samgangna um spurningar frá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla.

Þar segir framkvæmdastjórinn að „niðurstaðan sé sú að á þessu stigi hafi ekkert komið fram sem kalli á breytingar á þeirri stefnu að fjárfest verði í hágæða hraðvagnakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið“.

Þá segir Karen að enn sé aðeins um frumdrög að ræða og að hún hafi sérstakar áhyggjur af því að enn sé ekki ljóst hver rekstrarkostnaður Borgarlínu verði, né hvort sveitarfélögunum sé einum ætlað að bera þann kostnað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þegar tillögurnar litu dagsins ljós þá get ég alveg viðurkennt að mér brá,“ segir Karen í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert